Það má endurskrifa söguna með ýmsum hætti. Nú beinist endurritunin ekki síst að Hallgrími Helgasyni.
Það er fjallað um þegar hann sló í bíl Geirs Haarde eftir hrunið. Kannski hefði hann átt að láta það ógert, auðvitað var þetta honum ekkert sérstaklega til framdráttar, en útgáfurnar sem maður sér á netinu eru orðnar býsna fjölbreytilegar.
Til dæmis að hann hafi reynt að brjóta rúðurnar í bílnum.
Og að hann hafi klifrað upp á vélarhlífina.
Og ennfremur, að forsætisráðherrann þáverandi hafi verið í lífshættu vegna þessa.