Hallgrímur Helgason rithöfundur virðist fara einstaklega mikið í taugarnar á ákveðnum hópi fólks þessa dagana. Þetta nær langt aftur, en batnaði ekki þegar hann flutti þessa drápu á útifundi á laugardaginn:
Þessa auglýsingu hefur Sjálfstæðisflélagið í Grafarvogi sett saman, það verður að segjast eins og er að það ríkir almennt mikil reiði gagnvart þeim sem hafa ekki sömu skoðanir og félagsmenn.
Og svo skrifar lögfræðingurinn Eiríkur Elís Þorláksson, stjórnarformaður Stoða (fyrrverandi FL-Group), þessa grein í Morgunblaðið í dag.
Í síðustu málsgreininni er talað um listsköpun sem „áhugamál“. Það er samt svo að menning er afskaplega blómleg atvinnugrein á Íslandi, og ekki síst bókaútgáfan. Bókmenningin er reyndar eitt helsta stolt okkar gagnvart útlöndum. Hún nýtur ríkisstyrkja í formi rithöfundalauna – það er hætt við að ansi mikið færri bækur væru skrifaðar án þeirra og að umfangið væri mun minna. Það er víst ekki nýtt í mannkynssögunni að listir og menning njóti styrkja. Um þetta er oft deilt, en sú krafa ætti þó að vera sjálfsögð að menn fari rétt með. Til dæmis er ranghermi í þessari grein að Jónína Leósdóttir, sá ágæti höfundur, hafi notið rithöfundalauna árum saman. Hún fékk fyrst laun 2012, í þrjá mánuði. Bjarni Bjarnason hefur líka fengið slík laun heldur stopult.
Ísland er annars land þar sem lögfræðistéttinn dafnar vel. Íslenska ríkið stendur undir fjórum háskólum þar sem eru framleiddir lögfræðingar. Það er borgað vel fyrir lögfræðistörf, illa fyrir ritstörf. Það var gefið út mikið af bókum fyrir jólin, salan á sumum titlum var dræm, aðrir náðu sem betur fer metsölu. Það fer ekki alltaf eftir gæðum bóka.
Lögfræðingarnir þurfa ekki að kvarta. Verkefnin hlaðast upp í dómssölum, og það er nóg að rukka. Taxtarnir eru heldur ekkert slor. Til dæmis eru allir listamennirnir sem fengu laun varla hálfdrættingar á við skilanefndarfókið í gamla Glitni.