fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hið íslenska karnival – brum á runnum, blóm spretta

Egill Helgason
Mánudaginn 11. febrúar 2013 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bollu-, ösku- og sprengidagur eru síðustu dagarnir fyrir lönguföstu. Maður má semsagt skemmta sér og éta á sig gat. Stundum hef ég harmað að búa á Íslandi þar sem þetta er ígildi karnivals – kjötkveðjuhátíðar – en nú er ég hættur því. Kannski er bara betra að sitja heima og borða rjómabollu en að troðast í mannþröng á karnivali í suðurlöndum?

Svona fer aldurinn með mann. Maður verður einrænn og heimakær.

Það er sérlega gott veður þessa dagana, það er nú ekki nema 11. febrúar, en samt eru lítil blóm farin að spretta innan um sígarettustubbana. Þessi sá ég í Fógetagarðinum.

Ok, myndgæðin eru ekki frábær, þetta er tekið á farsíma. Á Austuvelli er að koma brum á runna – þetta eru kjánalegar jurtir sem vita ekki það er nánast öruggt að veturinn snýr aftur. Birkið er varara um sig.

Á horninu á Aðalstræti hittum við kunningja okkar sem var ekki ánægður með stóra áfengisauglýsingu sem er búið að klína utan á gamla Reykjavíkurapótek.

Og okkur ofbauð dálítið draslið í kringum minnismerkið um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis. Mikið af sígarettustubbum.

En hvar eru bolluvendirnir, ég hef ekki séð einn einasta slíkan í dag? Er þessi hefð alveg að hverfa?

Þegar ég var krakki var ennþá sungið: „Tvíbaka, bolla, kringla, krans/svona gerir hún Imba Brands/þegar hún kennir börnunum dans“ – og svo var flengt með bolluvendi.  Það eru til fleiri útgáfur af þessu, en svona man ég það.

Náttúrlega vita fáir hver Imba Brands var, en hún kenndi börnum leikfimi, sund og dans í Miðbæjarskólanum í árdaga borgarlífs í Reykjavík, hét Ingibjörg Guðbrandsdóttir og var merkur frumkvöðull.

Þetta er fræg ljósmynd, Imba Brands kennir telpum sund í gömlu laugunum í Laugardal sumarið 1909. Þetta virðist vera bjartur og góður dagur.

En bolluvendirnir, þeir eru semsagt orðnir nokkuð fágætir.

Og öskupokarnir líka. Þegar ég var krakki klæddu börn í Reykjavík sig ekki í búninga á öskudag, það var gert á Akureyri – að danskri fyrirmynd. Gotterísníkjurnar eru svo sjálfsagt einhver áhrif frá Halloween í Bandaríkjunum, þær eru frekar nýtilkomnar.

Íslenskar mæður sitja sjálfsagt ekki lengur sveittar við og sauma öskupoka. Þetta mun reyndar vera séríslenskur siður. En það er ennþá hægt að fá þá, og þeir geta verið býsna fallegir og skemmtilegir. Til dæmis selja samtökin Sól í Tógó öskupoka til styrktar barnaheimili í Aneho í Tógó.

Á Facebook-síðu samtakanna er að finna þessa mynd. Já, það var lang skemmtilegast að ná að hengja öskupoka aftan í svona fína karla!

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur