fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Framsókn sækir á Sjálfstæðisflokkinn

Egill Helgason
Mánudaginn 11. febrúar 2013 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Birna Kristjánsdóttir segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi minnkað vegna „mistaka“ í Icesavemálinu.

Það er reyndar spurning hvort það eigi að kalla þetta mistök, forysta Sjálfstæðisflokksins mælti með samþykkt síðasta Icesavesamningsins, þess sem var kenndur við Lee Buchheit. Sú afstaða var tekin eftir talsverða íhugun – það er ljóst að sá samningur hefði ekki valdið þjóðarbúinu teljandi búsifjum, og auðvitað hefði dómur EFTA-dómstólsins getað fallið á annan veg.

Manni sýnist að eftir að dómurinn var kveðinn upp leiti fylgi frá Sjálfstæðisflokknum til Framsóknar. Framsókn sveiflast upp í 20 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn fer niður undir 30 prósent.

Þetta sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn á síður en svo einhvern stórsigur vísan í kosningunum í vor – og líklega er það rétt sem sagt er að Hann Birna væri líklegri til að leiða flokkinn til sigurs en Bjarni Benediktsson.

Framsókn er líklega að græða líka á loforðum um að afnema verðtryggingu og bæta hag skuldara. Þetta er þó net sem er auðvelt að flækja sig í. Það er ekki líklegt að Framsókn nái miklu fram í þessu efni í stjórnarmyndunarviðræðum við til dæmis Sjálfstæðisflokkinn.

Og svo er eins og Framsóknarmenn viti að þetta geti orðið býsna þungur róður: Þeir leggja til að verðtryggingin verði sett í nefnd og ekki var annað að heyra á Sigmundi Davíð í fréttum í morgun að tími flatra afskrifta sé liðinn, aðgerðirnar yrðu semsagt sértækar en ekki almennar og þá varla 20 prósenta niðurfelling eins og hefur oft verið nefnt á vettvangi Framsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur