George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er farinn að mála. Myndir af nokkrum málverkum eftir hann hafa lekið út.
Jerry Saltz, þekktur listgagnrýnandi sem meðal annars skrifar í The New Yorker og hefur fengið Pulitzer-verðlau, segir að Bush hafi hæfileika á þessu sviði og hvetur hann til að halda áfram að mála. En hann segist hafa haft ofnæmi fyrir honum sem forseta. Hér má lesa greinina eftir Saltz.
Honum finnst myndirnar sterkar í einfaldleika sínum – og segir að Whitney safnið í New York, sem sýnir bandaríska list, eigi að bjóða Bush að halda litla sýningu.
Ein af myndum Bush – sjálfsmynd í sturtu.