fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Jóhanna og stríðið – bara karlar í forystu?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. febrúar 2013 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið dálítið langt gengið að undanförnu í því að halda því fram að Jóhanna Sigurðardóttir sé sífellt að efna til stríðs í pólitíkinni.

Jóhanna getur sjálfsagt verið þver og einstrengingsleg, en mál hún hefur líka verið með á sinni dagskrá mál sem hafa mætt feikilegri mótspyrnu.

Nefnum kvótann, stjórnarskrá, rammaáætlun. Já, og ESB.

Það er ekki hægt að segja að öll þessi mótspyrna hafi verið málefnaleg eða kurteisleg. Hagsmunahópar hafa haft sig mjög í frammi. Það stendur yfir hörð barátta um hver eigi að ráða á Íslandi – hver skuli  „eiga“ Ísland?

Stundum hefði Jóhanna jafnvel mátt taka fastar á móti, fremur en að fela sig í skjalabunkum inni á kontór eins og hún hefur tilhneigingu til.

Hún er fyrsta konan sem verður forsætisráðherra á Íslandi. Hún hættir innan skamms. Maður veltir fyrir sér hvort konur í pólitík fái fremur á sig frekjustimpil en karlar.

En eins og staðan er lítur út fyrir að engin kona verði í forsvari stjórnmálaflokks fyrir næstu kosningar. Hér er mynd frá pólitískum fundi á vegum Heimssýnar sem var haldinn í dag.

Mynd af vef Ríkisútvarpsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur