fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Hóstandi tónleikagestir

Egill Helgason
Mánudaginn 4. febrúar 2013 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daily Telegraph skýrir frá þýskri athugun þar sem kemur í ljós að fólk er tvisvar sinnum líklegra til að hósta á klassískum tónleikum en í daglega lífinu.

Það eru náttúrlega ýmsar breytur í þessu. Fólk sem sækir klassíska tónleika er einatt nokkuð við aldur og máski gjarnara á að hósta, en Andreas Wagner, þýskur prófessor, segir að þetta skýri samt ekki tíðni hósta á tónleikum.

Hóstar eru sérlega algengir í lágværum köflum tónverka og í tónlist frá 20. öld, segir í fréttinni. Og stundum er eins og hóstarnir komi í bylgjum, einn tónleikagestur byrjar að hósta og þá taka aðrir við.

Hósti getur náttúrlega farið mjög í taugarnar á þeim sem flytja tónlist í konsertsölum.

Annars get ég talað frá eigin reynslu sem tónleikagestur frá ungum aldri, ég held þetta sé að miklu leyti sálrænt.

Maður veit að maður má ekki hósta og þá fer maður að hugsa um hósta og svo finnur maður þrota í hálsinum sem var ekki þar áður. Þetta er ekki vandamál hjá mér lengur, en þegar ég var yngri og taugaveiklaðri mátti ég varla heyra lágværan Chopin eða Bach á tónleikum án þess að ég fengi hóstatilfinningu. Í háværari verkum er auðveldara að fela hósta eða jafnvel anda þannig að hann bælist niður.

Sumir grípa til þess ráðs að taka með sér vatn eða brjóstsykur í tónleikasali til að verjast þessu. Það er þó ekki einhlítt.

Manni getur svelgst á vatninu – og stundum er hægt að sjúga brjóstsykur þannig að hann beinlínis valdi hósta. Ég tala nú ekki um ef brjóstsykurinn hrekkur ofan í mann.

Svo er náttúrlega hægt að líta á hóstann sem hluta af tónlistarflutningnum. Ég á til dæmis nokkuð af upptökum seu eru gerðar á tónleikum í gömlu Sovétríkjunum. Þær eru máski gerðar um vetur, því það er mikið hóstað í salnum. Á tveggja diska safni sem ég á með píanóleik Emils Gilels er ég farinn að þekkja hóstana – og mér er næstum farið að þykja vænt um hóstendurna. Ég hef jafnvel velt því fyrir mér hvaða fólk þetta var – var það heilsulaust en lét það ekki aftra sér frá því að njóta tónlistar?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund