Það held ég að fæstum myndi detta í hug að ganga svo langt að líkja fólki við kvislinga í siðaðri umræðu.
Kvislingar voru fylgismenn Vidkuns Quisling, en hann er einn þekktasti föðurlandssvikari allra tíma. Quisling gerðist ríkisstjóri í Noregi í umboði þýskra nasista á stríðsárunum. Hann var tekinn af lífi eftir stríðið – og þótti flestum að hann hefði fengið makleg málagjöld.
Nú er birtist grein í Financial Times þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson líkir hlutskipti sínu og réttarhöldunum gegn sér við kvislinga í Noregi. Það er nú dálítið út í hött, eins og blaðamaðurinn tekur reyndar fram.
Kannski hefði hann alveg mátt leiðrétta Jón í þetta skiptið í staðinn fyrir að prenta þennan örlagamisskilning? Það hefði eiginlega verið betra.