Vigdís Hauksdóttir bar saman kassakvittanir í Bónus og komst að því að verðlag á Íslandi hefði hækkað óskaplega. Það er alveg rétt.
Við eru afskaplega háð innflutningi í þessu landi – og sjálfum okkur nóg um frekar fáa hluti. Svoleiðis er það bara og breytist ekki nema við förum aftur á í frumþurftabúskap. En meira að segja hann var erfiður á Íslandi vegna lélegra aðfanga.
Skýringin á þessum verðhækkunum er svosem ekki flókin – hún er minnst komin til vegna innlends verðbólguþrýstings. Maður finnur það vel þegar maður kemur til útlanda, þar virkar verðlagið svo hátt að Íslendingum finnst þeir vera afskaplega fátækir.
Hér er meginskýringin. Hún birtist á Facebook-síðu Láru Hönnu Einarsdóttur. Hér sést gengisskráning Seðlabankans 31. desember 2007, 31.desember 2008 og föstudaginn 18. janúar 2013 – frá því fyrir helgi. Myndin er nokkuð óskýr, þið getið opnað hana í myndaforriti til að sjá betur, en svona lítur þetta út:
Á fyrstu myndinni er dollarinn 62 krónur, pundið, 123 krónur, danska krónan 12 krónur en evran 91 króna.
Á mynd númer tvö er dollarinn 120 krónur, pundið 175 krónur, danska krónan 23 krónur og evran 170.
Á þriðju myndinni, þeirri nýjustu, er dollarinn 129 krónur, pundið 205, danska krónan 23 krónur en evran 172 krónur.