fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Stjórnarslit og viðræðuhlé – fríverslunarsamingur við Kína

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. janúar 2013 07:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn velta því fyrir sér hvað hafi gengið á í stjórnarliðinu til að fá Samfylkinguna til að setja viðræðurnar við Evrópusamband á ís – því eins og blasið við er óvíst að þær verði nokkurn tíma teknar úr frystinum aftur.

Vísbendingu er að finna í orðaskiptum Hrannars Björns Arnarsonar, aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðardóttur, og Baldurs Þórhallssonar á Facebook í gær. Þar segir Hrannar meðal annars:

„Telji menn að stjórnarslit og þar með algert uppnám aðildarferlisins, hefði þjónað hagsmunum aðildarsinna betur, þá er ég því algerlega ósammála.“

Þar höfum við það. Forystumenn í Samfylkingunni, þar á meðal Össur Skarphéðinsson, hafa talað eins og þetta sé besta mál fyrir aðildarferlið en Hrannar talar um yfirvofandi stjórnarslit.

Annars leikur manni forvitni að vita meira um fríverslunarsamninginn við Kína, en sagt er að mikil kraftur hafi veri settur í þær viðræður, á sama tíma og gert er hlé á viðræðunum við Evrópusambandið. Mjög lítið hefur spurst um fríverslunarviðræðurnar – hver ætli sé skýringin á því?

Í bakgrunni eru svo viðræður milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um fríverslun, en nú ræða menn mikið um efnahagslegt mikilvægi slíks samnings og möguleika á að hægt verði að klára hann, en pólitískur vilji virðist vera fyrir slíkum samningi beggja vegna Atlantshafsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?