fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Frá dónaköllum til barnaníðinga

Egill Helgason
Mánudaginn 14. janúar 2013 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núorðið vekur fátt meiri hrylling með okkur en barnagirnd. Það hefur ekki alltaf verið svoleiðis. Þeir sem eitt sinn nefndust „dónakallar“ og flest börn vissu að væru til – og kunnu sum að varast – heita nú barnaníðingar. Það er ekki svo langt síðan þetta orð fór að heyrast í almennri umræðu – alþjóðlega orðið er pedófíl.

Þegar barnaníðingar eiga í hlut tölum við frjálslega um alls kyns refsingar – það eigi að skera undan þeim, gelda þá, loka þá inni fyrir lífstíð, jafnvel taka þá af lífi.

En við verðum líka að reyna að skilja við hvað er að eiga. Það er ólíklegt að menn velji sér það hlutskipti að gerast barnaníðingar af fúsum og frjálsum vilja – eða hverjir vilja vera úrhrök samfélagsins?

Í Bretlandi hefur að undanförnu verið mikið fjallað um mál sjónvarpsmannsins Jimmy Savile. Hann virðist hafa verið óargadýr í mannsmynd. Í framhaldi af því skrifar Jon Henley forvitnilega grein í Guardian þar sem hann veltir fyrir sér orsökum barnagirndar og viðhorfum til hennar.

Er þetta geðtruflun – og er hún þá meðfædd eða áunnin? Er þetta ákveðin tegund af kynhneigð? Siðvilla, jú vissulega – en hvernig þá? Það virðist til dæmis vera að barnaníðingar séu ekkert endilega ofbeldisfullir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?