fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Fornsælgæti

Egill Helgason
Mánudaginn 14. janúar 2013 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var að alast upp voru alls konar takmarkanir á innflutningi. Karamellu- og súkkulaðiblandan sem nefnist í almennu tali Macintosh barst hingað sem smyglvarningur – síðan þá hafa Íslendingar verið sólgnir í þetta frekar vonda sælgæti. Ég man eftir því þegar ég smakkaði fyrst Mars – þá var ég tólf ára og Ísland nýgengið í EFTA. Þetta var eins og opinberun, ég hafði aldrei smakkað neitt jafn gott. Þá opnuðust gáttir og erlent sælgæti tók að berast til landsins. Margir vöruðu sterklega við því að ganga í EFTA á sínum tíma, það þótti ógna sjálfstæði þjóðarinnar og atvinnuvegunum.

Það er svo sérstæð saga að eftir kreppuna fóru Íslendingar aftur að framleiða löngu gleymdar tegundir af sælgæti – allt í einu borgaði það sig betur en að flytja það inn.

Eitthvað fékkst þó af erlendu sælgæti, í minningunni finnst manni eins og margt af því hafi verið amerískt. Íslendingar voru jú ansi ameríkaníseraðir á þessum árum – og eru kannski enn.

Hér eru þrjár eftirminnilegar tegundir sem hægt væri að setja á þartilgert fornsælgætissafn eða á maður að tala um fornnammi?

Fyrst er að nefna Bazooka tyggjóið sem börn voru mjög sólgin í. Það var bleikt á lit og auðvelt að blása kúlur úr því. Inni í bréfinu var lítil myndasaga um persónuna Bazooka-Joe og félaga hans.

 

 

Svo eru það gospillurnar. Þær voru hugsaðar til að setja í vatn og drekka. Mörg börn keyptu þó gospillurnar til að sjúga þær. Þær var hægt að fá nokkrar saman í bréfi, en sumir kaupmenn klipptu þau í sundur og seldu eina og eina pillu. Pillurnar með kókbragðinu, limebragðinu og kirsuberjabragðinu voru sérlega ljúffengar. Í þessu voru sterk efni og það sveið undan þeim í tunguna – líklega fóru gospillurnar verr með tennurnar en nokkuð annað sælgæti. Þær voru nánast eins og tilræði við tannheilsu barna.

 

 

Sérkennilegasta sælgætið var heimsstyrjaldartyggjó. Þetta voru pakkar sem innihéldu tyggigúmmí – ég man ekki eftir því hvernig það var á bragðið, enda skipti það ekki máli, aðalatriðið voru myndir sem fylgdu með í pakkanum úr síðari heimsstyrjöldinni. Margir söfnuðu þessum myndum og áttu væna bunka – vegna þess að þetta var amerískt var mikið af þeim úr Kyrrahafsstríðinu. Minnisstætt er að myndirnar lyktuðu alltaf af tyggjói.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?