fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Með bítlalúkk – í kringum 1920

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. janúar 2013 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn bráðskemmtilegi vefur Lemúrinn birtir þessa mynd af listamanninum Muggi. Myndin er tekin af Magnúsi Ólafsssyni um 1920.  Muggur hét í rauninni Guðmundur Thorsteinsson. Hann var fæddur 1891 og andaðist 1924, aðeins 33 ára. Það stafar ljóma af minningu hans, hann var listrænn og fjölhæfur, fékkst við málverk, myndskreytingar og sagnagerð, auk þess að leika aðalhlutverk í kvikmyndinni Borgarættinni.

Myndin er skemmtileg, ekki síst vegna þess hvað hún vísar fram í tímann. Maður sér ekki betur en að Muggur sé með bítlahárgreiðslu, hann er í támjóum skóm – og sígarettan er ansi töffaraleg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?