fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Gráðuga Píratastúlkan

Egill Helgason
Föstudaginn 21. september 2012 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratahreyfingin er stjórnmálaafl sem hefur aðallega náð árangri í Þýskalandi.

Fylgismenn Pírata eru upp til hópa ungir karlmenn sem eyða óhóflega miklum tíma framan við tölvur og er illa við að borga fyrir efni sem þeir sækja þangað.

Meðal annars þess vegna eru þeir mjög á móti höfundarrétti.

Af þessum sökum eru rithöfundar, tónlistarmenn og  kvikmyndagerðarmenn lítt hrifnir af Pírötum – að minnsta kosti þeir listamenn sem hafa náð svo langt að vera farnir að hafa tekjur af list sinni. Þeir jafna Pírötunum við ótínda þjófa.

Þessu er svarað á ýmsan hátt af Pírötum, til dæmis las ég eftirfarandi orð á vef eins helsta íslenska Píratans um daginn, þarna var verið að deila um síður á netinu þar sem er hægt að sækja sér ýmislegt höfundarréttarvarið efni:

„Þeir hefði ekki átt að vera fundnir sekir um höfundaréttarbrot. Hugsanlega ef það er til eitthvað sem heitir „að greiða leið fyrir höfundaréttarbrot“, en þá ættu allir höfundar verka að vera dæmdir á sömu nótum – það er enginn sem greiðir leið fyrir höfundaréttarbrot jafn mikið og þeir sem gera það mögulegt með sköpun sinni.“

Nú ber svo við í Þýskalandi að allt er upp í loft hjá Pírötum.

Julia Schramm er einn helsti talsmaður Pírataflokksins. Hún er orðin þekkt í Þýskalandi og hefur skrifað bók sem nefnist Klick mich – Bekentnisse einer Internet Exibitionistin.

Bókin hefur selst vel – og nú er farið að verða vart við sjóræningjaútgáfur af henni á netinu. Útgefandi Schramm brást við með með því að hóta lögfræðingum og loka fyrir dreifingu hennar á netinu. Útgáfufélagið er dótturfyrirtæki hins bandaríska Random House.

Schramm hefur mikið talað gegn höfundarrétti, og nú er hún ásökuð um tvöfeldni. Hún er sögð hafa fengið 100 þúsund evrur í fyrirframgreiðslu fyrir bókina.

Á vefsíðum þar sem píratar halda sig hefur hún verið sökuð um að vera „peningasjúk“ og „auðvaldsdrusla“ – en sjálft sorpblaðið Bild sá færi á að hjóla í hana og kallar hana Die Gierige Piratin – gráðugu Píratastúlkuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“