Það sem þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrártillögur Stjórnlagaráðs þarf eru deilur sem snúast ekki bara um formið á ferlinu eins og verið hefur hingað til, heldur átök um efnisatriði – um hugmyndirnar sem er að finna í plagginu.
Annars er hætt við að atkvæðagreiðslan fari út um þúfur – þá skilar varla nema þriðjungur kjósenda sér á kjörstað.
Nú verður loks vart við alvöru deilur um efnisatriði, Þjóðkirkjan skipuleggur sig í baráttunni og opnar sérstakan vef um þjóðkirkjuákvæðin í tillögunum – hún er búin að kjósa einn helsta markaðsmann Íslands sem forseta Kirkjuþings.
Loks fer blóðið að renna í æðum – svona vaknar áhugi á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en hin slappa og langdregna umræða um málsmeðferð ber í sér algjöran dauða fyrir hana.
Þannig að þetta er fagnaðarefni fyrir þá sem vilja breyta stjórnarskránni – sama hvað þeim finnst um þjóðkirkjuna.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup, myndin er af vef Þjóðkirkjunnar.