Jonathan Freedland skrifar í Guardian og telur nokkuð jafnar líkur á að Mitt Romney verði kosinn Bandaríkjaforseti og að Barak Obama verði endurkjörinn.
Romney þykir vissulega slappur og sjarmalaus frambjóðandi, og það er furðulegt hvað hann hefur skipt um skoðun í mörgum málum, en margt vinnur gegn Obama.
Hann er ekki vinsæll, ánægja með störf hans mælist undir 50 prósentum, og þrátt fyrir smávægilegan bata er efnahagurinn enn í ólagi og atvinnuleysi mikið. Það voru líka magnaðar upp miklar vonir kringum framboð hans sem hafa ekki ræst, vonbrigðin eru mikil.
Freedland segir að forsetar sem standi svo tæpt séu yfirleitt ekki endurkjörnir, undantekningin sé Franklin D. Roosevelt 1936.