fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Draumurinn um að Kaninn komi aftur

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. september 2012 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski herinn fór frá Íslandi 2006. Það voru til menn sem trúðu þessu ekki, þeim leið eins og þeir hefðu verið sviknir af eiginkonunni. Þeir höfðu haldið fast í þá kröfu að Bandaríkjamenn hefðu fjórar herþotur á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjamönnum datt það ekki í hug – átakasvæðin í heiminum voru allt annars staðar. Ísland hafði enga vigt í Washington, þrátt fyrir að vitnað væri í „sérstakt“ samband við ráðamenn vestra og jafnvel vináttu við suma þeirra.

Allt var þetta hálf kjánalegt – og í raun niðurlægjandi fyrir þá sem gengu hvað lengst í að halda í Kanann. Hann hvarf á brott, kvaddi varla. Eftir stóðu þeir, líkastir kokkálum.

Nú eru uppi draumar um að Bandaríkin fái aftur áhuga á Íslandi. Þetta ætti þá að vera í tengslum við breytingar á Norðurslóðum, bráðnun íss, olíuvinnslu, námagröft og siglingar. Þetta er ansi hreint langsótt, því Ísland á engan aðgang að auðævum Íshafsins – og ólíklegt er að landið spili einhverja sérstaka rullu í Íshafssiglingum.

En það er hægt að láta sig dreyma um gamla tíma, eins og þeir voru í Kalda stríðinu, þegar Íslendingar höfðu svo merkilega landfræðilega stöðu að þeir notuðu hana til að kúga stærri þjóðir. Henry Kissinger sagði á þessum tíma að Ísland væri einstaklega hrokafullt lítið land. Við notuðum aðstöðu okkar líka til að pína Bandaríkjamenn til að kaupa fisk sem þurftu ekkert á að halda.

Það er líka hægt að halda því fram að Evrópa hafi reynst Íslandi sérlega illa. Það er reyndar heldur lummulegt að vísa til Danakonunga, það er löngu búið að sýna fram á að það var íslensk yfirstétt sem kúgaði almúgann hér fremur en Danir.

En jú, gamlir vinir okkar í Bretlandi gengu hart fram þegar þeir settu lög á íslenska banka. Íslenska útrásin byrjaði eiginlega og endaði í Bretlandi. En þá má líka rifja upp 3000 milljarða króna tap þýskra banka vegna hruns íslenska bankakerfisins.

Maður sem þekkir vel til tengsla Íslands og Þýskalands sagði við mig í fyrra, á tímanum þegar Íslandi var hvað mest hampað á bókasýningunni í Frankfurt.

„Það er merkilegt með Þjóðverja, það er alveg sama hvaða vitleysu Íslendingar gera, þá er þeim bara klappað á bakið í Þýskaland og sagt að þeir séu litlir, skemmtilegir og sjálfstæðir í hugsun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka