fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Framsókn boðið upp í dans?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. september 2012 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ósennileg kenning að stjórnarflokkarnir horfi til Framsóknarflokksins um að hann gangi til liðs við ríkisstjórnina eftir næstu kosningar.

Það er reyndar ekki öruggt að það nægi hvað þingstyrk varðar, þótt það verði að teljast líklegt.

Framsókn mun líklega fara í kosningarnar með fyrirheit um að skera niður skuldir. Það er spurning hversu raunsæjar þessar tillögur verða – og hvort hann myndi ná að koma þeim inn í stjórnarsáttmála.

Ríkisstjórnin er ekki sérlega áhugasöm um að grípa til frekari aðgerða fyrir skuldara, og það er Sjálfstæðisflokkurinn ekki heldur.

Innan ákveðins hóps í Framsóknarflokknum er ríkjandi mikil óbeit á „krötum“. Þar er fremst í flokki Vigdís Hauksdóttir, sem er orðin mest áberandi þingmaður Framsóknar, en svo virðist sem formaðurinn Sigmundur Davíð sé sama sinnis.

Sjálfstæðisflokkurinn mun líka biðla til Framsóknar – en aftur er það spurning hvort þessir flokkar fá samanlagt nægan þingstyrk til að mynda stjórn. Það er alls ekki víst. Innan Framsóknar eru líka margir sem telja varasamt fyrir flokkinn að virðast einhvers konar hækja Sjálfstæðisflokksins  – þeir eru ekki alveg búnir að gleyma gamla kjörorði flokksins – allt er betra en íhaldið.

Sumir virðast telja að Framsókn sé eina leið Sjálfstæðisflokksins inn í ríkisstjórn og því muni flokkurinn reynast mjög undanlátssamur – það er þó varla von á að hann gæfi eftir forsætisráðuneytið eins og hefur verið nefnt. það væri of stór fórn.

Evrópumálin geta svo líka flækt þetta. Að hve miklu leyti verður það frágangssök fyrir flokkana að aðildarviðræðum við ESB verði slitið – eða haldið áfram?

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“