Danska hagkerfið er nokkuð merkilegt. Danir hafa engar auðlindir til að rífast yfir og land þeirra er fjarska snautt af orku.
Samt hafa Danir verið í hópi auðugra þjóða í langan tíma. Þeir hafa löngum kunnað að efnast á viðskiptum og þjónustu.
Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Dana, er í opinberri heimsókn í Kína og segir að kínverskir fjárfestar séu meira en velkomnir til Danmerkur.
Það er reyndar stutt síðan Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom í heimsókn til Danmerkur. Þá var gerður fjárfestingasamningur milli ríkjanna.
Danir hafa verið meðlimir í Evrópusambandinu síðan 1973 – og tekst ágætlega að samræma það við að eiga viðskipti víða um álfur.