Fáir hafa verið harðari í varðstöðu fyrir kvótakerfið en bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Það er merkileg staða ef bæjarstjórnin er komin í stríð vegna þeirra eiginleika kerfisins sem er hvað óvinsælastur – að skip og afli geta færst óforvarendis úr byggðarlögum. Vilji nú láta bæinn ganga inn í kaupin.
Það er útgerðarrisinn Samherji sem er á bak við Síldarvinnsluna sem ætlar kaupa útgerðarfélagið Berg-Hugin.
Þar höfum við annan óvinsælan eiginleika kerfisins – samþjöppun eignarhalds.
En eigendur Bergs-Hugins eru að missa skip og kvóta vegna þriðja eiginleika kerfisins sem er óvinsæll:
Veðsetningar aflaheimilda til að afla fjár til að nota í eitthvað allt annað en útgerðina sjálfa:
Í þessu tilfelli voru það Toyota, Straumur, Dominos pizzur, Sólning, Stoke, Arctic Trucks og fræg þyrla svo nokkuð sé nefnt.