fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Gunnar Smári um gulu hættuna

Egill Helgason
Laugardaginn 1. september 2012 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn stórglöggi fjölmiðlamaður Gunnar Smári Egilsson setti þessa athyglisverðu færslu inn á Facebook síðu sína. Ég tek mér það bessaleyfi að birta hana:

„Óttinn við Kínverja, gulu hættuna, sem er að skjóta rótum í umræðunni á Íslandi er byggður á ótrúlega skakkri heimsmynd; hugmynd um að Vesturlandabúar, gömlu nýlenduherrarnir og kúgararnir; séu orðnir minnimáttar í veröldinni; og eigi á hættu að kremjast undir ógnarvaldi Kína. Ef skoðum þrjár heildir; Kína, Bandaríkin og Evrópusambandið; þá eru Kínverjar 19,1% mannkyns með um 10,5% af heimsframleiðslunni, Bandaríkjamenn eru 4,5% mannkyns en með um 21,7% af framleiðslunni og Evrópumenn eru 7,6% mannkyns en með 25,2% af framleiðslunni.

Ef erlendar fjárfestingar eru skoðaðar þá fer 28% af erlendri fjárfestingu í heiminum til Evrópu en Evrópumenn standa að baki 36% af heildarfjárfestingunni (nettó +8%), 15% af fjárfestingunni fer til Bandaríkjanna en Bandaríkjamenn standa að baki 27% af fjárfestngunni (nettó +12%) og 16% af fjárfestingunni fer til Kína en Kínverjar standa að baki 3% af fjárfestingunni (nettó -13%; mínus 13%).

Nýlendutíminn er því ekki liðinn; þvert á móti; gömlu nýlenduveldin eru enn að herða tök sín á heiminum. Þegar litið er á sáralitla fjárfestingu Kínverka erlendis sem sérstaka ógn; bendir það til næstum sjúklegra hugmynda um heilagan rétt gömlu nýlenduveldanna til að drottna yfir heiminum um allar aldir. Eða óskýrar tilfinningar um að þetta ástand geti ekki varað mikið lengur; en það er þá vegna yfirgangs nýlenduþjóðanna gagnvart restinni af heiminum — ekki öfugt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti