fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Íþróttirnar og þjóðarsálin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. ágúst 2012 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson sagði að handbolti væri kjarninn í þjóðarsál Íslendinga.

En hvar er kjarninn eftir tapið gegn Ungverjum í dag?

Það er reyndar þannig með íþróttir að bæði töp og sigrar gleymast býsna hratt.

Feel good áhrif íþrótta eru nokkuð ofmetin. Íþróttir munu ekki breyta því ef eitthvað er í ólagi í einkalífi manns eða í þjóðfélaginu. Bretar vakna upp við það á mánudaginn að líf þeirra er alveg eins og fyrr, efnahagurinn er rusli, en Grikkir eru enn að borga skuldir vegna Ólympíuleikanna 2004.

Ef íþróttasigrar væru ávísun á hamingju, hefðu allir verið afar sælir í Þýska alþýðulýðveldinu, mesta sportidjótaríki sem til hefur verið. Aldrei hefur neitt ríki unnið jafnmikið af íþróttamedalíum.

Ég man að ég lenti í nokkrum stælum út af þessu í útvarpsþættinum Vikulokunum árið 2008, eftir að íslenska handboltaliðið hafði unnið silfur á Ólympíuleikunum í Peking.

Þá höfðu bæði forseti og menntamálaráðherra stormað til Kína til að taka þátt í dýrðinni. Það voru síðar hengdar fálkaorður á allt handboltalandsliðið. Stjórmálamönnum finnst gott að nugga sér utan í sigurvegara í íþróttum.

Á þessum tíma voru ýmsir að halda því fram að þetta myndi þýða viðsnúning í örðugleikum sem blöstu við Íslendingum. Þjóðin myndi fá trú á sjálfa sig. Ég sagðist ekki trúaður á að þetta hefði nein áhrif – ég man að öðrum gestum sem voru í þættinum fannst það ósmekklegt.

Sex vikum síðar hrundi íslenska hagkerfið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris