fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Langt til vinstri við Bandaríkin

Egill Helgason
Föstudaginn 31. ágúst 2012 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er staðreynd að íslensk pólitík er langt til vinstri við það sem tíðkast í Bandaríkjunum.

Ég sat eitt sinn boð með þingmanni Sjálfstæðisflokksins og bandarískum kvikmyndaframleiðanda. Kvikmyndaframleiðandinn var forvitinn um íslenska hagi og spurði þingmanninn spjörunum úr.

Loks sagði hann:

„In my country they would consider you a socialist.“ Í landi mínu værir þú álitinn sósíalisti.

Á Íslandi er almenn pólitísk sátt, frá hægri til vinstri, um almannatryggingar, velferðarkerfi, lífeyriskerfi sem allir eru skyldaðir til að borga í, ríkisrekið heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem er nær eingöngu í höndum opinberra aðila.

Það er hægt að finna einhver smávægileg frávik, en í raun mæla engir stjórnmálaflokkar fyrir grundvallarbreytingum á þessu. Maður á ekki von á að neinar hugmyndir í þá átt heyrist fyrir næstu kosningar. Einkavæðing verður ekki á döfinni.

Það er spurning hvernig Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er í sveit sett á flokksþingi Repúblikana í Flórída.

DV skýrir frá því að hún muni tala á fundi sem hefur yfirskriftina: „Hey! Ameríka, ekki fara þessa leið!“

Þar á, samkvæmt blaðinu, að ræða um hvað Bandaríkin eiga ekki að taka upp eftir Evrópu.

Annar gestur þar er Daniel Hannan, enski Evrópuþingmaðurinn, en hann er þekktur fyrir að fara um Bandaríkin og lýsa breska heilbrigðiskerfinu, NHS, sem kommúnisma. Þetta olli David Cameron nokkrum vandræðum og Íhaldsflokkurinn hefur hálfpartinn reynt að fela Hannan síðan þá.

En það væri forvitnilegt að heyra hver verður boðskapur Ragnhildar Elínar til þessarar samkomu?

Sjálfstæðisflokkurinn getur alls ekki talist til hægri í bandarískum skilningi, hann á sama og ekkert sameiginlegt með Repúblikanaflokknum – í siðferðis og félagslegum efnum er Sjálfstæðisflokkurinn vel frjálslyndur – og á hinu evrópska pólitíska litrófi er ekki einu sinni víst að hann teljist vera ýkja langt til hægri heldur.

— — —

Þess er reyndar að geta að í kynningu segir að á fundinum verði rætt um Evrópusambandið og evruna.

Þá er þess að gæta að Bandaríkin eru það sem heitir federalísk, bandalag margra ólíkra ríkja og alríkisstjórn yfir. Þetta er módelið sem suma dreymir um í Evrópu, en vekur jafnframt upp mikla andstöðu. Áformin um federalíska Evrópu eru ekki síst hugsuð til að vega upp á móti afli stórvelda eins og Bandaríkjanna og Kína.

En Bandaríkin eru undir einni yfirstjórn, með eitt tungumál og einn gjaldmiðil.  Þetta gerðist reyndar með miklum harmkvælum – skírt í eldi borgarastríðsins 1861-1865. Nokkrum áratugum síðar voru Bandaríkin orðin stórveldi.

Stundum er kvartað undan skrifræðinu í Evrópusambandinu, en þeir sem þekkja til í Bandaríkjunum vita að skrifræðið þar er engu líkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka