Íslendingar eru, eins og við vitum, fremstir í mörgu í heimi, einkum þegar þeir eru í uppsveiflu.
Nú eru Íslendingar orðnir bestir í heimi í að komast út úr kreppu og geta kennt öðrum þjóðum hvernig eigi að fara að.
Það er aðeins hálfur áratugur síðan Íslendingar voru sagðir geta kennt öðrum þjóðum ýmislegt í viðskiptum, ekki síst Norðurlandaþjóðunum. Það stóð beinlínis í skýrslu Viðskiptaráðs að við værum betri en þær á flestöllum sviðum.
Sjálfsálitið dalaði svolítið ári síðar, þegar íslensku bankarnir hrundu, en nú er það komið í fullt sving aftur.
Við erum best í að komast út úr kreppu – jafnvel þótt hér séu gjaldeyrishöft, fjármagn muni sogast út úr landinu ef þau verða afnumin og gjaldmiðillinn sökkva eins og steinn.