fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Einsmálsfólk

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. ágúst 2012 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörðustu andstæðingar ESB innan Vinstri grænna eru móðgaðir út í Katrínu Jakobsdóttur varaformann vegna ræðu sem hún hélt á flokksfundi á föstudag.

Katrín var þó ekki að gera annað en að segja að flokkar geti ekki byggt á einsmálsfólki.

Í kjósendahópi Vinstri grænna er fólk sem er á móti Evrópusambandinu, með Evrópusambandinu og svo eru þeir fjölmörgu sem eru óvissir.

Þeir sem eru mest á móti ESB innan flokksins – hinir „sönnu“ ESB andstæðingar – telja að allt hverfist um þetta eina mál. Það var þetta sem Katrín benti á með fremur hógværum hætti.

En það er alls ekki víst að kjósendur séu á sama máli. Þeir eru að hugsa um margt annað en ESB. Aðildarviðræðum verður ekki lokið fyrr en löngu eftir kosningar – nema þá að þær verði stöðvaðar nú í vetur eða strax eftir kosningarnar. Hingað til hefur ekki verið þingmeirihluti fyrir því.

En Vinstri grænir eiga val í aðdraganda kosninganna – þeir geta byggt kosningabaráttu sína á því að vera flokkurinn sem leiddi Ísland út úr kreppu – án þess að hafa átt nokkurn þátt í að skapa hana. En þeir geta líka eytt vetrinum í að engjast vegna ESB. Snöggur viðsnúningur í því máli á síðustu metrum ríkisstjórnarinnar verður flokknum þó varla til framdráttar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka