fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Hæpin ráðherraskipti

Egill Helgason
Laugardaginn 25. ágúst 2012 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hægt að færa þau rök fyrir því að Katrín Júlíusdóttir komi aftur inn í ríkisstjórn að hún hafi horfið burt í fæðingarorlof og eigi því rétt á því að fá vinnuna aftur.

En ráðuneyti er ekki venjulegt starf – það er ekki eins og hvert annað djobb sem fólk getur átt tilkall til. Við höfum reyndar hið óheppilega orð ráðherra, en í raun á það að felast í þjónustu við almenning og almennahagsmuni.

Katrín getur snúið aftur sem þingmaður eftir orlof sitt, það verður ekki af henni tekið.

Ráðherraembættið er flóknara dæmi. Katrín snýr ekki einu sinni aftur í sitt fyrra ráðuneyti, iðnaðarráðuneytið, heldur tekur við fjármálaráðuneytinu. Í goggunarröðinni er það oft talið mikilvægasta ráðuneytið, næst á eftir forsætisráðuneytinu. Vitað er að það tekur nokkurn tíma að ná tökum á slíku embætti, það gerist ekki á fáum vikum.

Oddný Harðardóttir virðist hafa spjarað sig ágætlega, hún var reyndar búin að vera formaður fjárlaganefndar áður, en kannski verður Katrín búin að ná þessu áður en kosið verður í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti