fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Murakami talinn líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaun

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. ágúst 2012 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðmálastofan Ladbrokes telur líklegast að japanski rithöfundurinn Haruki Murakami fái Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Murakami er höfundur fjölda bóka, sumar hafa verið þýddar á íslensku, en nýjasta verk hans er mikill doðrantur sem nefnist IQ84. Ég skrifaði um þessa bók í vetur, það er eins og maður stígi inn í annarlegan heim sem erfitt er að slíta sig frá.

Murakami er með líkurnar 10/1 hjá Ladbrokes. Í öðru sæti er Mo Yan frá Kína, í þiðja sæti hollenski höfundurinn Cees Nooteboom, en í fjórða sæti Ismail Kadare frá Albaníu. Í því fimmta er svo skáldið Adonis frá Sýrlandi.

Þetta eru allt mjög verðugir verðlaunahafar– Kadare er í sérstöku uppáhaldi hjá mér –  en neðar á listanum koma höfundar eins og Philip Roth, Cormac McCarthy, Amos Oz, Ngugi wa Thiogo, Umberto Eco – og Bob Dylan.

Enn neðar eru höfundar sem oft hafa verið nefndir, en fara kannski að komast á síðasta snúning með að fá verðlaunin, eins og til dæmis Milan Kundera, Michel Tournier, Jevgení Jevtushenkó, Claudio Magris og Maya Angelou.

Svo fer þetta alltaf einhvern veginn. Þeir voru ekki margir sem bjuggust við að Tomas Tranströmer fengi verðlaunin í fyrra.

Hin skemmtilega Sinfonietta eftir tékkneska tónskáldið Leos Janacek hljómar í upphafi bókar Murakamis, 1Q84. Þar eru líka tveir mánar á lofti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti