Í afar fróðlegum bloggpistli upplýsir Lára Hanna Einarsdóttir hverjir eru á bak við hin umdeildu smálánafyrirtæki. Hinir hefðbundnu fjölmiðlar hafa alveg klikkað á því.
Það er nauðsynlegt að vita þetta – það eru menn á bakvið þessa starfsemi, ekki bara einhver ópersónuleg öfl.
Umfjöllun Láru Hönnu er hérna.
Það er talsverð umræða um að þeir sem taki lán af þessu tagi geti sjálfum sér um kennt. Og jú, það er sjálfsagt eitthvað til í því. En þá er þess líka að gæta að okur hefur lengi talist sérstaklega vont athæfi, hjá Dante eru okrarar til dæmis geymdir í einum af neðstu hringjum vítis. Við kunnum að hafa misst sjónar á þessu á tíma langvarandi lánasukks, en hér á landi hafa verið í gildi lög sem banna okur.
Við getum þó altént leyft okkur að vara við okurlánurum – og sýna þeim forakt.