Í Fréttablaðinu er grein þar sem er farið yfir strandveiðar sumarsins – þeim er nú lokið. Veiðarnar hafa gengið vel, en þó segir að óþarfi sé að setja 8.600 tonna þak á þær, því flotinn veiði ekki svo mikið.
Margir sjá ofsjónum yfir þeim fiski sem er sóttur í strandveiðunum, meðal annar LÍÚ. Því er haldið fram að óhagkvæmt sé að veiða með þessum hætti.
En er það svo?
Á Íslandi er nokkuð almenn pólitísk samstaða um að halda litlum sjávarþorpum – ekki síst á Vestfjörðum – í byggð.
Þá verður fólk þar að geta stundað atvinnu og lifað með reisn. Fyrir þessi byggðarlög eru veiðarnar bullandi hagkvæmar, ekki bara vegna vegna fiskveiðanna sjálfra heldur líka allar þjónustunnar sem er stunduð í kringum þær. Það er betra en að byggðirnar séu á ríkisframfæri.