Bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal, sem nú er látinn, var einhver orðheppnasti maður sem um getur. Tilvitnanabækur eru fullar af fleygum orðum eftir hann.
Guardian birti í gær safn af tilvitnunum í Gore Vidal – þarna eru meinlegir hlutir eins og að Andy Warhol hafi verið eina séníið sem hann hafi hitt með greindarvísitöluna 60, skarpar pólitískar athugasemdir eins og að hver sá sem sækist eftir því að verða forseti Bandaríkjanna hljóti að vera óhæfur til þess, og sjálfsháð eins og þau orð að það sé ekki nóg að takast vel upp sjálfum – það sé nauðsyn að öðrum mistakist.
Og svo er það þetta: