Davíð Þór Jónsson kallaði Ólaf Ragnar Grímsson lygara og rógtungu – og taldi að hann ætti að sinna starfi sínu frá Kvíabryggju.
Nú hefur Guðni Ágústsson gert sér ferð til nýkjörins biskups, Agnesar Sigurðardóttur, og ónáðað hana vegna þessarar greinar.
Það er semsagt hefndarhugur í loftinu eftir forsetakosningarnar.
En auðvitað er Davíð frjáls sinna skoðana – og biskupinn hefur vonandi vit á að þegja um málið. Það sem er vandræðalegast í þessu er að kirkjan skuli ennþá vera „þjóð-“ og stjórnmálamenn telji sig hafa erindi til að skipta sér af þjónum hennar.