Allt hefur dottið í dúnalogn á bloggsíðum og Facebook eftir forsetakosningarnar.
Tíðindaleysið virðist algjört.
Það er helst að sé fjallað um ísbjörninn – sem líklega var aldrei – og íslensku lopapeysuna.
Það má reyndar gera því skóna að margir séu illa dasaðir eftir kosningarnar – séu jafnvel með timburmenn eftir allt hamsleysið.
Stundum er talað um gúrkutíð þegar svona tímabil rennur upp – það mun upprunalega vera komið úr þýsku, þá væntanlega í gegnum Danmörku, og kallast Saueregurkenzeit.