fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Stjórnarandstaðan og þingkosningarnar í vor

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. júlí 2012 07:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan birtir samantekt um alþjóðlega umfjöllun um efnahagsbatann á Íslandi. Eftir því sem hann verður sýnilegri ætti hagur stjórnarflokkanna að vænkast. Þetta er nokkuð álitlegt efni til að nota í kosningabaráttu.

Það er þá spurning með hvaða stefnumál stjórnarandstöðuflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fara í kosningarnar í apríl. Geta þeir boðið upp á nokkuð annað en meira af því sama?

Varla verður séð annað en að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslu á uppbyggingu atvinnulífs – þá aðallega stóriðju, en það virkar kannski ekki mjög vel ef hagkerfið er komið á ágætt ról án hennar. Horfur í heimsbúskapnum eru reyndar þannig að ekki er víst að mikill áhugi sé á byggingu álvera – og það er ljóst að Landsvirkjun mun ekki bjóða jafn lágt orkuverð og áður.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki líklegur til að lofa meiri skuldaaðlögun fyrir almenning, en Framsóknarflokkurinn gæti reynt að fara þá leið í kosningunum. Það var Framsókn sem á sínum tíma lagði til tuttugu prósenta almennan skuldarakstur, en það er spurning hvort hægt sé að bjóða upp á slíkt nú þegar meira en fjögur ár eru liðin frá hruninu.

Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn munu reka nokkuð harðan málflutning á móti ESB í kosningunum, það verður þó viðkvæmt mál innan beggja flokka hvort beinlínis eigi að slíta aðildarviðræðum. – Hvað varðar gjaldmiðilsmál eru varla horfur á að flokkarnir leggi annað til en að haldið verði áfram með krónuna.

Icesave hefur verið hinn mikli dragbítur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – auk skuldamálanna. Dómur ESA í Icesave málinu ætti að falla fyrir kosningar en flækjustigið er hátt og erfitt að spá hvaða áhrif hann myndi hafa.

Það er svo merkilegt hversu lítils fylgis nýir flokkar eins og Samstaða, Dögun og Björt framtíð njóta. Þeir eru úti á jaðrinum og ekki líklegir til að koma nema örfáum þingmönnum að. Samt er traust á stjórnmálaflokkum og Alþingi í lágmarki. Þessir flokkar eru með stefnumál sem almenningi líkar, niðurfellingu skulda, afnám verðtryggingar, en það er ekki að virka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump