fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Staðan rúmum þremur vikum fyrir kosningar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. júní 2012 07:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir sem ég ræddi við þegar baráttan fyrir forsetakosningarnar var að hefjast höfðu á orði að Þóra Arnórsdóttir toppaði of snemma, að hún væri að fá mikið fylgi án þess að fólk hefði í raun séð neitt til hennar eða vissi hvað hún stæði fyrir.

Framan af sýndist manni eins og Þóra hefði möguleika á að vinna Ólaf Ragnar. Hún var fyrir ofan hann í skoðanakönnunum, menn gerðu því skóna að Ólafur hefði í raun ekki meira fylgi enn þennan þriðjung sem hann var að fá í könnunum.

Það virðist ekki vera rétt. Í síðustu könnun var Ólafur kominn yfir 50 prósent – en þó er þess auðvitað að gæta að margir eru óákveðnir. Kjósendur vita væntanlega að hverju þeir ganga þar sem Ólafur Ragnar er annars vegar – en stór hluti þeirra virðist ekki setja það fyrir sig. Þóra Arnórsdóttir var ekki einu sinni fædd þegar hann byrjaði í stjórnmálum, hann er búinn að vera í pólitík síðan 1967 – þá var hann kosinn í miðstjórn Framsóknarflokksins –  og forseti síðan 1996.

Framboð Þóru geldur fyrir hvað það virkar stefnulaust – það er nánast eins og stuðningsmenn hennar hafi haldið að það væri nóg að sýna frambjóðandann. Meðan þetta er svona reikult eru varla horfur á öðru en að fylgi Þóru haldi áfram að dala. Hún hefur líka verið í hlutverki spyrils í sjónvarpi – það er ekki endilega auðvelt að fara úr þeirri rullu yfir í hlutverk þess sem svarar.

Herdís Þorgeirsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson eiga varla mikla möguleika, en það vekur samt athygli að boðskapur þeirra virðist vera hnitmiðaðri en Þóru og það er ekki ólíklegt að þau sæki á nú  síðustu vikurnar fyrir kosningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni