Tillögur arkitektanna Þorsteins Helgasonar og Gunnars Arnar Sigurðssonar eru mjög áhugaverðar. Þeir taka reitinn milli Austurvallar og Ingólfstorgs og vilja byggja hann upp á nýtt. Það verður að segjast eins og er að nú er þetta svæði í niðurníðslu. Það er líka skemmtileg hugmynd að vilja byggja á suðurhluta Ingólfstorgs, þar sem áður var Hallærisplanið og þar áður Hótel Ísland.