fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Icesave og flokkslínurnar

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. júní 2012 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held að Guðni Th. Jóhannesson hafi rangt fyrir sér þegar hann segir að línur í Icesavemálinu hafi alltaf mótast af því hvort menn eru í stjórn og stjórnarandstöðu. Þetta var ekki einu sinni svo í þrengsta flokkspólitískum skilningi, innan Vinstri grænna var mjög virk andstaða gegn Icesave sem fór langleiðina með því að kljúfa flokkinn.

Samfylkingin hélt betur saman í málinu, en innan flokksins var þó fólk eins og Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason, Kristrún Heimisdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem höfðu miklar efasemdir um málatilbúnaðinn.

Úti í samfélaginu var andstaðan svo grasrótarleg og þverpólitísk. Því má ekki gleyma með hversu miklum yfirburðum Icesave samningarnir voru felldir. Ríkisstjórnin missti mikið af stuðningsmönnum vegna Icesave og hefur ekki endurheimt þá enn.

Innan þrengsta kjarna ríkisstjórnarinnar hneigðust menn til að lita svo á – og gera sumir enn – að Icesave hafi verið einhvers konar brella hjá Sjálfstæðisflokknum. Það lýsir mjög veikum skilningi á atburðunum og eðli hreyfingarinnar gegn Icesave.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“