Ég fylgdist með leik Grikkja og Þjóðverja á Evrópumótinu í fótbolta hér í Grikklandi í gærkvöldi. Grikkir fögnuðu ákaft þegar lið þeirra jafnaði leikinn, en svo fór að síga á ógæfuhliðina.
Það verður samt að segjast eins og er að vonbrigðin voru ekkert ógurleg. Grikkir líta á sig sem smáþjóð og búast yfirleitt ekki við því að lið þeirra sigri stórliðin.
Það var helst þegar Angela Merkel birtist á skjánum – í einstaklega ljótum grænum jakka – að Grikkirnir bauluðu. Og ég verð að segja eins og er, ég baulaði með þeim.