Suðurskautslandið er friðað samkvæmt alþjóðlegum samningum. Sumir hafa látið sig dreyma um að þetta gæti orðið fyrirmynd að samningum um Norðurheimskautið, en það verður örugglega ekki. Löndin sem eiga lögsögu upp við Norðurheimskaut ætla að nýta auðlindir þess – þar eru Rússar langstórtækastir, en Norðmenn hafa líka ýmis áform.
Íslendingar eiga ekki lögsögu svona langt norður þótt það mætti halda af umræðunni, við erum reyndar lengst fyrir sunnan. Hins vegar gætum við komist í að bora eftir olíu upp við Jan Mayen. Nú fer olíuverð reyndar hríðlækkandi – og um leið minnkar áhuginn á að leita olíu á miklu hafdýpi við erfið skilyrði.
Í hinum besta allra heima væri Norðurheimskautið – það er nefnilega hætt við að sóknin eftir auðlindunum muni valda ómældum skaða á umhverfinu þar norðurfrá. Í slíkum heimi væru Íslendingar heldur ekki að pæla í að bora eftir olíu, heldur værum við að hugsa um hvernig við gætum knúið bíla- og skipaflota okkar með okkar hreinu orkugjöfum.
En svoleiðis er veröldin víst ekki.