Hún er fróðleg úttekt Morgunblaðsins sem sýnir að þrír síðustu forsetar hafa sótt talsvert meira fylgi til landsbyggðarinnar en í Reykjavík.
Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að sú sé líka raunin með Ólaf Ragnar Grímsson í þetta skiptið, að staða hans sé sterkari úti á landi en í borginni.
Bæði Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn nutu mests fylgis á Austurlandi – fyrrum tíð þótti sá landshluti hneigjast mjög til vinstri – en Ólafur Ragnar Grímsson skoraði hæst á Vestfjörðum þegar hann var fyrst kosinn.
Kristján Eldjárn er sá eini forsetanna sem í raun hlaut afgerandi kosningu, fylgi hans var 65,6 prósent en Vigdís var kjörin forseti með aðeins 33,8 prósentum atkvæða.