Hvað er að vera ESB-sinni?
Þessi samsetning er mikið notuð í umræðu hér á landi, síðast í dag var ég kallaður ESB-sinni á vef Heimssýnar.
Á tíma deilnanna um her í landi var aldrei talað um BNA-sinna, en reyndar var stundum í háðulegum tóni talað um Kanadindla. Það var samt ekki mikið notað á prenti.
Ég hef skrifað margt um Evrópusambandið í gegnum tíðina, séð á því bæði kost og löst – og nú sé ég að nokkrir áhugamenn um inngöngu Íslands í ESB (ESB-sinnar?) eru moðfúlir út í mig fyrir að hafa fullyrt að mjög ólíklegt sé að Ísland gangi í ESB. Einn skrifaði að hann væri hættur að lesa bloggið mitt vegna þessa.