fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Eyjan

Hvers vegna ekki ESB?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. júní 2012 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég las einhvers staðar á vefnum að ég fullyrti að Ísland myndi ekki fara inn í Evrópusambandið án þess að gera nánar grein fyrir ástæðunum. En það er ekki erfitt – þetta er bara kalt mat.

Hvers fer Ísland ekki inn í ESB í þessari atrennu?

Vegna upplausnarástands innan Evrópusambandsins sem ekki sér fyrir endann á.

Vegna þess að evran sem var eitt að því sem helst laðaði Íslendinga að ESB hefur reynst skaðleg fyrir hagkerfi álfunnar.

Vegna þess að ekki er hægt að sjá fyrir hver verður framtíð ESB – fer sambandið lengra í átt til efnahagslegrar og pólitísks samruna?

Vegna þess að aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi mælir fyrir Evrópusambandsaðild og sá flokkur er í heldur veikri stöðu.

Vegna þess að íslensk stjórnmál eru mjög þjóðernissinnuð – andstæðingar ESB hafa mjög sterka áróðursstöðu.

Vegna þess að næsta ríkisstjórn Íslands og forsetinn verða væntanlega á móti aðild að ESB.

Vegna þess að sjálvarútvegurinn, voldugasta atvinnugreinin í landinu, er mestanpart á móti.

Vegna þess að hagsmunasamtök sem hafa verið fylgjandi aðild að ESB eru að miklu leyti hætt að tala fyrir málinu.

Vegna þess að Evrópusambandið á í málaferlum við Ísland út af heitasta deilumáli seinni tíma, Icesave.

Vegna lýðræðishallans innan ESB – sem er hin stóra þversögn innan sambandsins. Nú virkar Evrópusambandið eins og Þýskaland ráði þar lögum og lofum en hið ógurlega skriffinnskubákn í Brussel (sem er reyndar ofmetið) sé vita máttlaust.

Vegna þess að sjötíu prósent þjóðarinnar segjast beinlínis vera á móti aðild.

(Ég nefni ekki makríldeiluna, held ekki að hún hafi mikil áhrif.)

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

America First draumur Trump keyrir áfram af fullum krafti

America First draumur Trump keyrir áfram af fullum krafti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur