Vilhelmina Lever á Akureyri mun hafa verið fyrst íslenskra kvenna til að kjósa í almennum kosningum. Það var í kosningu til sveitarstjórnar 1863.
Kosningaréttur var ekki einungis bundinn kynferði, heldur líka eignastöðu. Þeir máttu kjósa sem greiddu meira en ákveðna upphæð í útsvar, í kosningalögunum sem voru á dönsku stóð að allir „fullmyndugir“ menn hefðu kosningarétt og því gat Vilhelmina borið fyrir sig. Hún var eignakona og rak veitingasölu þar sem nú heitir Nonnahús. Var fráskilin og átti son. Vinnumenn máttu ekki kjósa, þótt karlar væru.
Ljósmynd er til af Vilhelminu Lever og er varðveitt á Minjasafni Akureyrar.