fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Eyjan

Fyrst kvenna til að kjósa

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. júní 2012 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhelmina Lever á Akureyri mun hafa verið fyrst íslenskra kvenna til að kjósa í almennum kosningum. Það var í kosningu til sveitarstjórnar 1863.

Kosningaréttur var ekki einungis bundinn kynferði, heldur líka eignastöðu. Þeir máttu kjósa sem greiddu meira en ákveðna upphæð í útsvar, í kosningalögunum sem voru á dönsku stóð að allir „fullmyndugir“ menn hefðu kosningarétt og því gat Vilhelmina borið fyrir sig. Hún var eignakona og rak veitingasölu þar sem nú heitir Nonnahús. Var fráskilin og átti son. Vinnumenn máttu ekki kjósa, þótt karlar væru.

Ljósmynd er til af Vilhelminu Lever og er varðveitt á Minjasafni Akureyrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

America First draumur Trump keyrir áfram af fullum krafti

America First draumur Trump keyrir áfram af fullum krafti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur