Það verður að segjast eins og er að hátíðarhöld 17. júní, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, hafa verið fremur döpur í nokkuð mörg ár.
Það er líkt og fjörið sé miklu meira á menningarnótt eða á Gay Pride – kannski eru þetta hinir raunverulegu þjóðhátíðardagar núorðið?
En þetta þarf auðvitað ekki að vera svona – sautjándinn er haldinn í bjartasta mánuði ársins þegar gróðurinn skartar sínu fegursta.
Ástæðan er fyrst og fremst metnaðar- og hugmyndaleysi skipuleggjenda. Það hefur verið einkennilegur stöðnunarbragur yfir hátíðarhöldunum.
Og nú blasir við algjör uppgjöf borgarinnar gagnvart verkefninu – það á ekki einu sinni að halda kvöldskemmtanir í borginni á sautjándanum, eins og hefur verið hefð öll árin síðan lýðveldið var stofnað.
Það er í einu orði sagt slappt.
Þegar ég var níu ára sá ég gæjalegustu hljómsveit landsins, Flowers, spila í miðbænum sautjánda júní.