Á árum áður var oft talað um að einhæfni íslensks efnahagslífs væri vandamál. Frasinn var að þyrfti að skjóta fleiri stoðum undir það.
Svo urðu Íslendingar snögglega fjármálaþjóð – töldu sig besta í heimi í þeirri starfsemi. Það er eftirminnilegt að árið 2007, þegar tilkynnt var um mikinn niðurskurð í fiskveiðum haggaðist íslenska hlutabréfavísitalan ekki. Það var eins og þessar fréttir kæmu okkur ekki lengur við.
Svo hrundi fjármálakerfið, það er ekkert sjálfstraust eftir í þeirri grein og sjálfsagt langt í að Íslendingar njóti sérstaks trausts á því sviði.
En, líkt og fyrr, er nauðsynlegt að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið.
Þó ekki sé nema af tveimur ástæðum:
Til að reyna að flýta því aðeins að hægt sé að aflétta gjaldeyrihöftunum.
Og til að koma í veg fyrir að útgerðin ráði öllu í landinu.