fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Snjóhengjur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. júní 2012 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í erlendum fjölmiðlum er mikið fjallað um hversu vel gangi á Íslandi miðað við lönd sem hafa lent í efnahagskreppum. Íslandi er haldið á lofti eins og fyrirmynd annarra þjóða.

En það kannski eitt og annað sem er ekki tekið með í reikninginn.

Það eru til dæmis gjaldeyrishöftin. Sá grunur verður æ áleitnari að innan haftanna sé verið að blása upp efnahagsbólu þar sem fjármagn er að eltast við þau takmörkuðu fjárfestingartækifæri sem bjóðast á Íslandi.

Þetta leiðir meðal annars til þess að húsnæðisverð er smátt og smátt að ná hæðunum sem var fyrir hrun.

Þessi þróun gerir enn erfiðara að afnema gjaldeyrishöftin – satt að segja virðist ekki vera í gangi neitt trúverðugt plan til að ráða niðurlögum þeirra. Einn mikilvægur þáttur í því hlýtur þó að vera að fjölga fjárfestingakostum í hagkerfinu.

Menn ganga að því vísu að erlendir aðilar sem festust inni með íslenskrar krónur – jú, og kannski íslenskir fjármálamenn líka – muni reyna að koma peningunum sínum úr landi undireins og losnar um gjaldeyrishöftin. Þetta hefur verið kölluð „snjóhengjan“

Það er þó ekki víst að þeir verði einir um það. Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið í morgun og bendir á að til sé önnur snjóhengja. Þar er um að ræða peninga íslenskra sparifjáreigenda – Sighvatur skrifar:

„En fleiri snjóhengjur vofa yfir en snjóhengja aflandskrónanna. Hvað um íslenska sparifjáreigendur – um sjálfa þegna þessarar þjóðar? Hver hefur verið þeirra sára reynsla?

Í fyrsta lagi að íslensku bönkunum er ekki treystandi. Þeir hrundu allir með tölu.

Í öðru lagi að íslenska gjaldmiðlinum er ekki heldur treystandi. Þær krónur, sem almenningur átti sem sparifé á innlánsreikningum, misstu helming af verðgildi sínu á einni nóttu. Helftin af sparifé landsmanna hvarf í einni andrá!

Hvað gerir fólk með slíka reynslu brennda í vitund sér þann sama dag og aftur verða heimiluð frjáls gjaldeyrisviðskipti á Íslandi? Því er auðsvarað. Sparifjáreigendur nota fyrsta tækifæri til þess að breyta sparifjáreign sinni í íslenskum krónum í dollara, norskar krónur, pund eða aðra erlenda gjaldmiðla og leggja sitt sparifé inn í erlenda banka. Með því vinnur fólk tvennt: Kemur fé sínu í vörslu hjá bönkum í löndum með virku innistæðutryggingakerfi. Kemur í veg fyrir verðhrun sparifjárinneignar sinnar með því að breyta hrunkrónu í traustan erlendan gjaldmiðil.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?