fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Mitterrand og rósirnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. maí 2012 22:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmál snúast víða um leikræn tilþrif – og óvíða meir en í Frakklandi.

Í gær skrifaði ég um kveðjuræðu Giscards d’Estaing forseta, þegar hann stóð upp úr stól og skildi eftir autt skrifborð.

Við embættinu tók François Mitterrand og hann setti upp enn stærri sýningu. Hún var vandlega útfærð bæði fyrir myndavélar og áhorfendur.

Mitterrand fór að Panthéon, stórhýsi þar sem fræknir Frakkar eru grafnir og trónir yfir vinstri bakka Signu. Fyrir framan fjölda áhorfenda gekk Mitterrand inn í húsið með eina rós í hendinni – hún var tákn Sósíalistaflokks hans. Undir var leikinn Óðurinn til gleðinnar.

Þarna varð reyndar kraftaverk, því þegar inn var komið voru rósirnar orðnar þrjár eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan – Mitterrand setti rósir á grafir þriggja manna: Jean Jaurès, sem er talinn einn af feðrum jafnaðarstefnunnar, Jean Moulin, sem var hetja í andspyrnuhreyfingunni í stríðinu og dó í höndum Gestapo, og Victors Schoelchers, sem var baráttumaður gegn þrælahaldi.

Þetta þótti afar táknrænt og Mitterrand var ákaft fagnað. Þetta voru miklir gleðidagar fyrir vinstri menn í Frakklandi.

Nokkrum dögum síðar tilkynnti hann ríkisstjórn sína og þar voru kommúnistar innanborðs. Mitterrand hóf mikla þjóðnýtingu sem hafði þau áhrif að fjármagn sogaðist út úr Frakklandi. Hann bætti kjör opinberra starfsmanna mikið, fjölgaði þeim og lengdi sumarfrí. Hann gerði líka ýmsar lýðræðisumbætur – og afnam dauðarefsinguna.

Tveimur árum síðar rak hann ríkisstjórn sína – það gera franskir forsetar þegar illa gengur – og sneri alveg við blaðinu í efnahagsmálum. Hagstjórninn gerbreyttist og fjárlagahallinn sem var orðinn geigvænlegur dróst saman undir prógrammi sem Mitterrand kallaði la rigeur eða aðhaldið.

Menn bera valdatöku François Hollande við þessi fyrstu ár Mitterrands – það er samdóma álit að hann muni ekki ógna kapítalismanum með þessum hætti. Það er annar tími og Mitterrand vann á þessum tíma með kommúnistum. Með því tókst honum reyndar að ganga frá Kommúnistaflokknum sem hafði verið stórveldi í frönskum stjórnmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð