fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Framtíðartækifærin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. maí 2012 00:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld var meðal annars rætt um framtíðartækifæri Íslands, þar var minnst á olíuvinnslu á Drekasvæðinu og siglingar um íshafið.

Nú vil ég ekki vera maðurinn til að draga úr bjartsýni – það er gaman þegar örlar á henni á Alþingi – en það er ekki alveg víst að þessi tækifæri séu í hendi.

Það vakti athygli að þegar boðin var út olíuleit á Drekasvæðinu voru engin erlend stórfyrirtæki með. Olía sem þar kann að vera er lengst úti á hafi, á miklu dýpi. Það kann að vera að ekki sé enn runninn upp sá tíma að álitið sé hagkvæmt að vinna hana.

Hvað varðar íshafssiglingar er vandséð hvernig við Íslendingar eigum að hagnast á þeim. Jú, það verða miklu meiri siglingar við landið – og þeim fylgir mengunarhætta.

Einhverjir hafa talað um að bygga höfn fyrir þessar siglingar á Íslandi.

Ég spurði erlendan sérfræðing í flutningum sem ég hitti um daginn um þetta.

Hann sagði:

„Af hverju í ósköpunum ættu þessi skip að vera að stoppa á Íslandi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“