Í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld var meðal annars rætt um framtíðartækifæri Íslands, þar var minnst á olíuvinnslu á Drekasvæðinu og siglingar um íshafið.
Nú vil ég ekki vera maðurinn til að draga úr bjartsýni – það er gaman þegar örlar á henni á Alþingi – en það er ekki alveg víst að þessi tækifæri séu í hendi.
Það vakti athygli að þegar boðin var út olíuleit á Drekasvæðinu voru engin erlend stórfyrirtæki með. Olía sem þar kann að vera er lengst úti á hafi, á miklu dýpi. Það kann að vera að ekki sé enn runninn upp sá tíma að álitið sé hagkvæmt að vinna hana.
Hvað varðar íshafssiglingar er vandséð hvernig við Íslendingar eigum að hagnast á þeim. Jú, það verða miklu meiri siglingar við landið – og þeim fylgir mengunarhætta.
Einhverjir hafa talað um að bygga höfn fyrir þessar siglingar á Íslandi.
Ég spurði erlendan sérfræðing í flutningum sem ég hitti um daginn um þetta.
Hann sagði:
„Af hverju í ósköpunum ættu þessi skip að vera að stoppa á Íslandi?“