Flestir Íslendingar muna eftir lágfargjaldaflugfélaginu Sterling – sem varð aðalleikari í furðulegum viðskiptafléttum íslenskra útrásarvíkinga.
Sterling fór svo á hausinn með brauki og bramli, það varð íslenskum viðskiptamönnum ekki til sérstaks álitsauka.
Upp úr rústunum var stofnað flugfélagið Cimber Sterling sem hefur haldið uppi flugi vítt og breitt um Evrópu.
En nú er það líka farið á hausinn og samkvæmt fréttum eru farþegar félagsins strand á flugvöllum víða um álfuna.
Þetta beinir athyglinni hingað til Íslands. Samkeppnin um sumartraffíkina til og frá Íslandi er svo grimm að maður spyr – hver gefst upp fyrst?