fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Augljóslega rangt

Egill Helgason
Föstudaginn 25. maí 2012 04:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þetta bréf í framhaldi af grein Svans Kristjánssonar þar sem því er haldið fram að allir forsetar Íslands hafi tekið afdrifaríkari ákvarðanir en Ólafur Ragnar Grímsson.

— — —

Þú værir kannski tilbúinn að birta fyrir mig þessa áskorun til Svans
Kristjánssonar um lítilvæga leiðréttingu.

Hann hélt altso þeirri áhugaverðu skoðun fram að allir fyrri
forsetar lýðveldisins hefðu tekið afdrifaríkari ákvarðanir en núverandi
forseti. Það sem mest stingur í augun eru fullyrðingar hans um Kristján
Eldjárn og þingrofið.

En nokkrum áratugum áður, á því herrans ári 1931, rauf Tryggvi
Þórhallsson forsætisráðherra þing í umboði konungs. Þetta var
ríkisstjórn Framsóknarflokksins, einna þekktust fyrir dómsmálaráðherrann
(Hriflu-Jónas) og framan af hafði hún notið stuðnings Alþýðuflokksins,
en var í raun búin að missa hann. Sjálfstæðisflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn höfðu á þessum tímapunkti náð samkomulagi um að mynda
aðra ríkisstjórn á meðan kosningakerfinu yrði breytt, en það ívilnaði
Framsóknarflokknum. Og þegar umræða um vantrauststillögu hófst á Alþingi
fór Tryggvi í ræðustól, rauf þing og boðaði til kosninga – sem komum
öllum í opna skjöldu, og ígildi hálfgerðs valdaráns.

Það er óhætt að segja að Reykjavík hafi logað í kjölfarið. Ræðu Tryggva
var útvarpað í beinni, í fyrsta skipti sem það var gert, og að henni
lokinni þusti fólk út á göturnar. Setið var um heimili bæði Tryggva og
Jónasar í marga daga – og gott ef Morgunblaðið laug því ekki að lesendum
sínum að Jónas væri farinn úr bænum því það óttaðist um öryggi hans, þó
það hataði hann líka út af lífinu.

Þetta var í meira lagi afdrifarík ákvörðun og síðan þá hefur alla jafna
verið litið svo á að í íslenskri stjórnskipan hafi forsætisráðherra
þingrofsvald, og geti skotið sér undan vantrauststillögu á Alþingi með
því að rjúfa þing og boða til kosninga. Bjarni Benediktsson, síðar
formaður Íhaldsins og forsætisráðherra í Viðreisnarstjórninni, skrifaði
til að mynda um þetta löngu síðar og staðfesti þennan skilning.

Þó hefur aðeins einu sinni reynt á þetta, og það var téð þingrof
Kristjáns Eldjárn að beiðni Ólafs Jóhannessonar. Þessi ákvörðun var
alfarið forsætisráðherra og ég held að hvorki fyrr né síðar hafi nokkur
málsmetandi maður haft orð á því að með henni hafi Kristján Eldjárn
tekið afdrifaríka ákvörðun – hans er reyndar helst minnst fyrir að hafa
gert forsetaembættið hlutlaust með öllu um allt sem tengdist
stjórnmálum, meðan fyrri forsetar höfðu beitt áhrifum sínum svo lítið
bar á.

Það var afdrifarík ákvörðun þegar þingrof var samþykkt á miðju
kjörtímabili þegar vantrauststillaga með meirihlutastuðning á þingi lá
fyrir. Sú ákvörðun var hins vegar tekin árið 1931, og síðan þá hafa
engar þær breytingar orðið á stjórnarskrá sem taka þetta vald af
forsætisráðherra. Dæmin sem Svanur tiltók af hinum forsetinum eru
misglannaleg, eins og gengur, en þetta sker sig úr að því leyti að það
augljóslega rangt og er í rauninni handan allrar frekari umræðu.

Því hljótum við að skora á Svan Kristjánsson að lagfæra þessa
fullyrðingu sína: Að þrír fyrri forsetar hafi tekið afdrifaríkari
ákvarðanir. Og danski kóngurinn líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“