Ásta Hafberg, sem er einn frumkvöðla að undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsetann að setja ríkisstjórnina af, segir að fólk komi að undirskriftasöfnuninni af mismunandi ástæðum – sumir telji að ekkert uppgjör hafi átt sér stað eftir hrun, aðrir séu ósáttir við skuldir heimilanna og svo séu þeir sem eru á móti niðurskurði ogskattahækkunum.
Það má þá spyrja hvort í kortunum gæti verið ríkisstjórn sem myndi efna til ærlegs uppgjörs, laga skuldastöðu heimilanna, skera ekki niður og lækka skatta?
Hverjir gæti nú myndað slíka stjórn?